Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögur að nýjum reglum um starfsumhverfi banka og fjármálafyrirtækja. Reglunar munu í fyrsta lagi taka gildi í apríl árið 2010 og er þeim ætlað að afstýra því að annar eins glundroði og nú ríkir á fjármálamörkuðum eigi sér stað.

Meðal tillagnanna er að sérhver banki sem er með starfsemi þvert á landamæri í Evrópu þurfi að sæta auknu eftirliti. Myndaður verður samráðsvettvangur eftirlitsmanna fyrir hvern banka og munu þeir koma frá þeim löndum sem hann starfar í – jafnvel frá ríkjum utan Evrópu. Þessum vettvangi er ætlað að sjá til þess að fulltrúar eftirlitsaðila frá ólíkum ríkjum geti borið saman bækur saman, samhæfa eftirlit og vonandi koma auga á mögulegar hættur sem geta leynst í jafnflóknu fyrirbrigði og alþjóðlegum banka.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Charlie McCreevey, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni, að komist þessi samráðsvettvangur á muni það vera “raunverulegt framfararspor í baráttunni fyrir að sameiginlegu fjármálaeftirliti á vettvangi Evrópusambandsins en það hefur til þessa mætt harðri pólitískri andstöðu frá mörgum aðildarríkjanna.”

Tillögurnar gera einnig ráð fyrir að takmarkanir verða settar á viðskipti milli einstakra banka. Samkvæmt þeir má enginn einstaka banki lána meira 25% af eiginfjárgrunni sínum til annars banka. Hugmyndum um slíkar takmarkanir hafa fallið í grýttan jarðveg hjá bankamönnum en að sögn McCreevy er þeim ætlað að sjá til þess að bankar setji öll eggin sín í eina körfu.

Jafnframt gera tillögurnar ráð fyrir því að þeir bankar sem selja eignatryggð skuldabréf – en það eru fyrst og fremst slíkir fjármálagerningar sem hafa grafið undan eiginfjárstöðu banka frá því að lánsfjárkreppan skall á – verði að halda fimm prósentum af andvirði þeirra inn á sínum eigin bókum. Einnig verða fjármálafyrirtæki að gefa upp allar upplýsingar um fjármálafræðina að bakvið eignatryggðum skuldabréfum og þeir sem kaupa slík bréf verða getað rökstutt fjárfestinguna fyrir viðeigandi eftirlitsstofnun.

Í tillögum framkvæmdastjórnarinnar er einnig kveðið á um hvernig bankar sem starfa í Evrópu færa ógagnsæjar fjármálagerninga sem fela bæði í sér eignir og skuldir til bókar undir eiginfjárþátt A. Kveðið er skýrt á um að hægt sé að færa slíka gerninga í verð í erfiðu árferði á mörkuðum.

Bankar sem starfa þvert á landamæri Evrópusambandsins eiga eignir að verðmæti 32 billjóna evra, en það er meira en tvöfald sameiginleg landsframleiðsla aðildarríkjanna. Eins og fyrr segir hefur ríkt andstaða gegn samhæfri reglugjöf fjármálafyrirtækja á vettvangi sambandsins en röð atburða frá því að lánsfjárkreppan skall á hefur verið með þeim hætti að gagnrýnisröddum hefur fækkað. Margir benda á að einstaka hagkerfi innan ESB séu of smá til þess að takast á við fjármálakreppu á við þá sem nú er uppi og því heyrast áköll um aukna samhæfingu og samræmingu í aðgerðum.

Til þess að reglurnar taki gildi þarf leiðtogaráð ESB að samþykkja þær auk Evrópuþingsins.