Evrópusambandið hefur boðið Tyrklandi fjármagn sem nemur 3 milljarða evra, eða um 420 milljarða króna auk annarra hvata til að takmarka flæði flóttamanna til Evrópusambandsins. Auk fjármagnsins hefur Evrópusambandið m.a. lofað að hefja aftur viðræður við Tyrkland um mögulega aðild ríkisins inn í sambandið.

Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru að Tyrkland mun styrkja ytri landamærin, stöðva þá sem smygla flóttamönnum til Grikklands og að bæta hag flóttamanna sem koma til Tyrklands.

Á sama tíma funduðu átta Evrópuríki um aukningu á þeim fjölda flóttamanna sem Evrópa tekur við. Angela Merkel, kanslari Þýskalands virtist vera jákvæð í kjölfar fundsins en sagði þó að ekki hefði verið komist að neinni niðurstöðu um þann fjölda sem Evrópuríkin ætli sér að taka við.