Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lækka verndartolla sínar á landbúnaðarframleiðslu um 60% til að koma skriði á samningaviðræður í Genf. Í Genf eru nú samankomnir aðilar frá meira en 30 löndum, en tilgangur fundarins er að móta stefnu í viðskiptum á heimsmarkaði. Fátækari þjóðum er í mun að koma landbúnaðarframleiðslu sinni á markað á meðan ríkari þjóðir vilja liðka fyrir bankastarfsemi og ýmis konar framleiðslu.

Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, Peter Mandelson, segir tilboð ESB um 60% lækkun tolla besta boð sambandsins hingað til í landbúnaðarmálum. Í staðinn vonast hann eftir því að ríki á borð við Brasilíu, Indland og Kína lækki tolla á iðnaðarframleiðslu.