Íslendingar geta dregið þá ályktun af skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna stjórnvalda við Evrópusambandið og stöðu sambandsins að það standi ekki í eiginlegum samningaviðræðum við umsóknarríkin heldur er gengið út frá því að þeir sem sæki um aðild hafi raunverulegan vilja til þess að komast inn í sambandið.

Þetta er mat Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag. Þar er haft eftir honum að menn eigi ekki að vera með of miklar væntingar um að fá varanlegar undanþágu frá sambandskröfum, s.s. í sjávarútvegsmálum.

„Við höfum fengið nokkuð skýra vísbendingar frá kjósendum í þessu landi um það hvernig þeir vilja að haldið verði á þessum málum,“ segir hann í samtali við blaðið.

Skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt stjórnarflokkum á mánudagskvöld og rædd í ríkisstjórn í gærmorgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun kynna hana á Alþingi síðar í dag.