Evrópusambandið hyggst setja á fót sprotafjárfestingasjóð og mun þar af leiðandi í fyrsta skipti með beinum hætti fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn, sem mun bera heitið The European Innovation Council Fund, mun vera einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Stærð hans mun nema um þremur milljörðum evra og með þessu vil ESB gera fyrirtækjum á ESB-svæðinu kleift að vaxa hraðar. Þannig geti ESB aukið samkeppnishæfni svæðisins í harðri samkeppni við Asíu og Bandaríkin. Bloomberg greinir frá

Mun sjóðurinn að sögn ESB fjárfesta í tæknifyrirtækjum, m.a. í heilbrigðisgeiranum og fyrirtæki sem einblína á sjálfbærnilausnir. Mun sjóðurinn leitast við að eiga 10-25% hlut í hverju sprotafyrirtæki og er hámark hverrar fjárfestingar 15 milljónir evra.

ESB bendir á að fjárfestingafyrirtæki búi yfir minna fjármagni í Evrópu en slík fyrirtæki vestanhafs, sem leiði til þess að fjárfestar séu áhættufælnari í Evrópu.