Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að hluta frestað viðræðum við Bandaríkin um fríverslunarsamning. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórnin telur að fara þurfi yfir ákveðna lagalega þætti í samningaviðræðunum.

Samkvæmt fréttum BBC telja talsmenn neytenda- og umhverfisverndasamtaka að Evrópusambandið þurfi að sætta sig við að slaka á kröfum um umhverfis- og neytendavernd.

Niðurstöður rannsóknar sem Evrópusambandið gerði í september benda til þess að umsvif hagkerfisins innan Evrópusambandsins myndu aukast til muna af af fríverslunarsamningnum yrði.