Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins hafa varað við að samruni Kauphallarinnar í London (e. London Stock Exchange) og greiningarfyrirtækisins Refinitiv kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þetta kom fyrst fram í skýrslu ESB um málið. Reuters greinir frá.

Kauphöllin í London greindi frá samrunanum í fyrra og vill með honum auka dreifingu sína og vinnslu á gögnum, Kauphöllin yrði því um leið samkeppnisaðili Bloomberg.

Yfirvöld telja samrunann geta verið skaðlegan fyrir samkeppni að tvennu leiti. Annars vegar er sameiginleg markaðshlutdeild félaganna af viðskiptum með Evrópsk ríkisskuldabréfum veruleg. Hins vegar hins vegar er markaðsafl félaganna tveggja með ýmiskonar afleiðusamninga mikið.

Þrátt fyrir athugasemd samkeppnisyfirvalda telur Kauphöllin að samruninn muni fara fram á þessu ári en Refintiv neitaði að tjá sig um málið. Yfirvöld munu taka ákvörðun fyrir 27. október næstkomandi.