Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram nýjar reglur þar sem vaxtasvindl verða talin innherjasvindl og þar af leiðandi refsiverð. Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, segir þetta koma í veg fyrir ólögmæta starfsemi innan bankageirans.

Aðildarlönd eiga eftir að samþykkja þessi nýju lög. Þessar aðgerðir eru framhald af málum eins og Libor-málinu þar sem Barclays-bankinn átti að greiða sektir fyrir að hafa haft óeðlilega mikil áhrif á Libor-vexti.