Framkvæmdastjórn ESB heimilaði í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlarisans News Corp á British Sky Broadcasting Group nokkurra skilyrða.  Kaupverðið er 12 milljarðar punda, eða 2.160 milljarðar króna en News Corp átti fyrir 39% í félaginu. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Framkvæmdastjórnin hefur undanfarið kannað hvort yfirtakan standist samkeppnisreglur ESB.  News Corp, sem er að stórum hluta í eigu Rupert Murdoch, á fyrir mörg dagblöð í Bretlandi.  Þar á meðal eru The Times, The Sunday Times, The News of the World og The Sun.