Yfirvöld í Evrópusambandinu ætla sér að setja strangari reglur á samfélagsmiðla eins og WhatsApp og Skype þegar nýjar reglur verða settar í september.

Samkvæmt skýrslum sem Financial Times hafa rýnt í, yrðu miðlar eins og Facebook, sem stýra WhatsApp og eigendur Skype, Microsoft, að hlýta öryggis og trúnaðarreglum sem ESB hyggst setja.

Reglurnar munu setja skýr fyrirmæli um hvernig fyrirtækin eigi að hlýta fyrirspurnum frá öryggisstofnunum og hvernig fyrirtækin megi hagnast á upplýsingum um viðskiptavini sína.

Stór símafyrirtæki í sambandinu eins og Telefónica á Spáni og Orange í Frakklandi hafa löngum kvartað yfir því að Google, Microsoft, Facebook og viðlíka fyrirtæki hagnist á því að hlýta ekki jafnströngum reglum og þeir sjálfir.

Bretar hafa helst staðið gegn strangari reglum, en þó enn muni landið taka þátt í umræðum um nýju reglurnar er líklegt að áhrif þess verði minni í kjölfar atkvæðagreiðslu um úrsögn þess úr ESB.