Evrópusambandið (ESB) hótaði Microsoft nýjum fjársektum í gær, þegar það ásakaði hugbúnaðarrisann um að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB frá því árið 2004.

Samkvæmt honum átti Microsoft að afhjúpa skjöl sem myndu auðvelda samkeppnisaðilum að þróa hugbúnað sinn þannig að hann virkaði með Windows stýrikerfinu. Microsoft hefur fjórar vikur til þess að bregðast við ásökunum ESB. Eftir þann tíma getur sambandið beitt fyrirtækið dagsektum.