Evrópusambandið mun í október kynna nýja löggjöf sem ætlað er að stuðla að auknu eigið fé banka. FT segist hafa heimildir fyrir þessu.

Þetta gerist á sama tíma og aðildarríki sambandsins herða reglur með það fyrir augum að koma í veg fyrir að alþjóðleg fjármálakreppa eins nú gengur yfir endurtaki sig.

Tilgangur nýju laganna mun vera sá að auðvelda bönkum að byggja upp varasjóði í góðæri án þess að þurfa að skilgreina fé á afskriftareikning gegn tilteknum slæmum eignum. Þessa varasjóði mætti svo nota síðar til að mæta efnahagsáföllum.