Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að lækka kostnað vegna farsímanotkunar.

Markmiðið er að samræma farsímakostnað þannig að það kosti ekki aukalega að hringja á milli kerfa. Þannig yrði jafndýrt að hringja innanlands og utan innan aðildarríkja ESB.

Reglugerð sem ætlað er að koma þessu til framkvæmdar gefur símafyrirtækjum frest til 2011 til aðlögunar.

Framkvæmdastjórnin telur að með þessu geti kostnaður við farsímahringingar lækkað um allt að 70% í sumum tilvikum.