Ísland er ekki lengur meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu samkvæmt vefsíðu sambandsins.

Ísland var áfram á lista yfir umsóknarríki þrátt fyrir bréf utanríkisráðherra hafi sent sambandinu bréf um miðjan mars þar sem tilkynnt var vilji ríkisstjórnarinnar að draga til baka aðildarumsókn Íslands.

Í dag var sú breyting gerð að Ísland var tekið af listanum. Hins vegar hangir Ísland ennþá á lista yfir þau lönd sem eru á leið inn í Evrópusambandið. Það verður eflaust leiðrétt í ljósi þess að Ísland er ekki lengur meðal umsóknarríkja.