Hagvöxtur á evrusvæðinu mun verða minni á þessu ári heldur en fyrri spár gerðu ráð fyrir, á meðan verðbólga mun haldast há og mælast 2,6%. Þetta kemur fram í nýrri hagspá sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í gær.

Ráðamenn í Brussel eiga nú von á því að hagvöxtur mælist 1,8% í aðildarríkjunum fimmtán á árinu. Þetta er 0,4 prósentustigum minni vöxtur heldur en ESB spáði fyrir um í nóvember og 0,9 prósentustigum lægri hagvöxtur en á síðasta ári.

Framkvæmdastjórnin sagði að umrótið á fjármálamörkuðum, niðrusveifla í bandaríska hagkefinu og hátt heimsmarkaðsverð á olíu væru helstu ástæður minnkandi hagvaxatar.