Fréttir bárust af því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma í veg fyrir yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanair á Aer Lingus og verði ákvörðunin opinberuð á morgun. Ef af samrunanum yrði myndu sameinað flugfélag hafa yfirburðastöðu á flugvellinum í Dyflinni.

Framkvæmdastjóri Ryanair, Micheal O?Leary, hefur lýst því yfir að hann telji ólíklegt að framkvæmdastjórnin samþykki samrunann en að fyrirtækið myndi áfrýja slíkum úrskurði.

Samfara því að koma í veg fyrir samrunann gæti framkvæmdastjórnin neytt Ryanair að selja fjórðungs eignarhlut sinn í Aer Lingus.