Evrópusambandið mun að öllum líkindum framlengja viðskiptabann á Rússland. Þetta kemur fram á Wall Street Journal. Blaðið hefur þetta eftir fjölda ónafngreindra embættismanna innan sambandsins.

Evrópusambandið lagði bann á viðskipti með margskonar vörur í lok júlí í fyrra.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal mun bannið verða framlangt til loka janúar á næsta ári. Með því ætlar ESB að þvinga Rússa að fylgja skilmálum vopnahlés í Úkraínu sem var samþykkt 12. febrúar.