Náðst hefur sátt um fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins sökum efnahagsáhrif af heimsfaraldrinum. Aðstoðin hljóðar upp á 750 milljarða evra en féð á að nýta til að fjármagna hin ýmsu verkefni fyrir aðildarríki sambandsins.

390 milljarðar evra verða veittir í formi styrks til þeirra ríkja sem verst fóru úr faraldrinum, töluvert lægri upphæð en lagt var upp með fyrr á árinu sem nam 500 milljörðum. Umfjöllun á vef Financial Times.

Sjá einnig: Fjórði dagur samningaviðræðna

Mikið var í húfi og er haft eftir Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að um sé að ræða „sögulegan dag fyrir Evrópu.“ Viðræðurnar voru þær lengstu frá árinu 2000.