Sérfræðingar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) munu á morgun hefja vinnu við að skoða bækur írskra banka. Er það undirbúningur fyrir mögulega fjárhagsaðstoð vegna vanda Íra.

Á vef Bloomberg segir að vinnan muni leiða í ljós hvort Írland þurfi utanaðkomandi aðstoð frá ESB og AGS eða hvort landið geti bjargað sér sjálft.