Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni, þar sem fram kemur að: „Á endanum reyndist hugmyndin um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um áframhald viðræðna við ESB annars vegar, og umbætur í kvótakerfinu hins vegar, of stór biti fyrir menn að kyngja.

Hann tekur jafnframt fram að Björt framtíð er tilbúin til að axla ábyrgð til góðra verka en ekki lélegra og að flokkurinn hafi staðið fast á þeim prinsippum og muni gera það áfram.

Hér má sjá færsluna í heild;

„Það hefur verið vel þess virði að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til þess að reyna að ná saman um frjálslyndar áherslur og umbætur í íslensku samfélagi. Á endanum reyndist hugmyndin um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um áframhald viðræðna við ESB annars vegar, og umbætur í kvótakerfinu hins vegar, of stór biti fyrir menn að kyngja. Björt framtíð hefur frá upphafi verið skýr um það að við erum tilbúin að axla ábyrgð til góðra verka en ekki lélegra. Við höfum staðið fast á þeim prinsipum og munu gera það áfram. Á endanum er það almannahagur sem skiptir máli. Ekkert annað. Ást og friður.“