Þak hefur verið sett á netnotkun í síma erlendis samkvæmt nýrri reglugerð Evrópusambandsins sem tók gildi 1. júlí. Snýst reglugerðin um alþjóðlegt reiki sem öllum símafélög í ESB og EES er gert að fara eftir. Samkvæmt frétt frá Vodafone hefur fyrirtækið gert breytingar í kerfum sínum sem fela í sér að €50 þak er sett á netnotkun í síma erlendis. Fá viðskiptavinir send SMS þegar 80% af þakinu hefur verið náð og þegar þakinu hefur verið náð að fullu er lokað er fyrir alla netnotkun.

Þakið á við um alla netnotkun í síma í ríkjum ESB og EES.Viðskiptavinir geta haft samband við þjónustuver til að fá nánari upplýsingar og geta óskað eftir því að láta hækka þakið úr €50 eða að taka þakið algjörlega af. Hægt er að hringja gjaldfrjálst í þjónustuver Vodafone frá útlöndum og er þá slegið inn *111*1414# þegar hringt er. Auk þessa er nú gjaldfrjálst að fá skilaboð í talhólf, sem hefur kostað hingað til, en eftir sem áður mun kosta að hlýða á skilaboð í talhólfi.