Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að leyfa einstaka aðildarríkjum að fara sér hægar í aðhaldsaðgerðum en áður var boðað, það geti haft neikvæð áhrif á efnahagslíf landanna. Þetta á við um Frakkland, Spán, Pólland, Portúgal, Holland og Slóveníu og fái stjórnvöld landanna lengri tíma til að koma ríkisbúskap landanna á réttan kjöl og draga úr hallarekstri þeirra. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) nefnir sem dæmi að stjórnvöld í Frakklandi fái tvö aukaár til að koma fjárlagahallanum í 3% af landsframleiðslu með blöndu af niðurskurði á ríkisútgjöldum og skattahækkunum. Spánverjar, Pólverjar og Slóvenar fá sömuleiðis tvö ár til viðbótar en hin tvö ríkin aðeins eitt ár.

BBC hefur jafnframt eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, að stjórnvöld í löndunum verði að nota aukatímann vel sem þau fái til að auka samkeppnishæfni þeirra.