Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefur náð samkomulagi um sameiginlega eftirlitsstofnun fyrir alla banka innan myntbandalagsins. Löggjöfin tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi og mun eftirlitið hefja störf seinna á árinu 2013.

Eftirlitinu verður stýrt af Evrópska seðlabankanum og mun það hafa völd til að hlutast til í málum allra banka innan myntbandalagsins. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að svo virðist sé um sé að ræða einskonar málamiðlun milli Þjóðverja og Frakka, sem hingað til hafa ekki náð sama saman um tímasetningu og yfirráðasvæði hins fyrirætlaða bankabandalags. Frakkar vildu þá að stofnun tæki til starfa strax í janúar en Þjóðverjar vildu stíga varlegar til jarðar.

Tímasetningin skiptir máli vegna þess að þegar hið sameiginlega eftirlit hefur störf munu einstakir bankar geta þegið neyðaraðstoð sambandins, í stað þess að fjármunir þurfi að fara í gegnum ríkisstjórnin viðkomandi landa.