*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 15. maí 2018 09:41

ESB segir að miðað sé við vöruvigt

Evrópusambandið á Íslandi tjáði sig um landbúnaðarsamninga Íslands og ESB á facebook síðu sinni.

Ritstjórn
Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi
Aðsend mynd

Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi greindi frá nálgun ESB á tollkvóta á facebook síðu sambandsins í gær. Viðskiptablaðið fjallaði um málið í gær. 

Samningarnir sem voru undirritaðir árið 2015 tóku nýlega gildi. 

Mann segir að Evróusambandið gangi út frá því að miðað sé við vöruvigt. Það er að segja kjöt án þess að bein séu reiknuð sérstaklega inn í þyngdina, nema annað sé sérstaklega tekið fram. 

Hann segir jafnframt að í samningunum komi ekki fram að aðilar samningsins ætli að notast við skrokkavigt sem er þyngd kjöts með beini. Lambakjöt er þó undanskilið vegna sögulegra skýringa.

Stikkorð: ESB Michael Mann