Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt umfangsmikla framkvæmdaáætlun til ársins 2010 varðandi styrki til útgerða fiskiskipa í aðildarlöndum sínum. Þetta kemur fram í frétt frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Styrkirnir nema alls um 2 milljörðum evra (248 milljörðum íslenskrakróna) og verður að mestu varið til:

- Neyðaraðstoðar vegna fjárhagserfiðleika í fiskiskipaflotanum.

- Endurnýjunar flotans.

- Markaðsaðgerðum til að hækka fiskverð.

- Átaks í olíusparnaði.

- Lækkun eftirlaunaaldurs.

Evrópski fiskveiðisjóðurinn fjármagnar 1,1 milljarð evra af þessu fjármagni, aðildarlönd þar sem stundaður er sjávarútvegur 250 milljónir evra og 600 milljónir evra fást úr öðrum sjóðum ESB.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að ofangreindar aðgerðir muni skekkja samkeppnisstöðu Íslendinga enn frekar og viðhalda óhagkvæmri og skaðlegri fiskveiðistefnu ESB.