Evrópusambandið er tilbúið að samþykkja umsókn Albaníu um aðild að sambandinu, en þetta gæti ýtt undir reiði hjá flokkunum sem tortryggja Evrópusambandið sem unnu til stórsigurs í nýlegum kosningum til Evrópuþingsins.

Skoðanir á þessari nýju þróun hjá ESB eru skiptar. Albanía er fátækt ríki og er meirihluti íbúa þess múslímar.  Þá eru áhyggjur af bæði skipulagðri glæpastarfsemi að hálfu Albana og miklum innflutningi þeirra til annarra ESB ríkja. Í fyrra mótmæltu Þýskaland, Holland, Bretland og Frakkland umsókn Albaníu, en önnur aðildaríki m.a. Ítalía og Grikkland studdu umsókn þeirra því þau vildu meina að fleiri balknesk ríki í ESB gætu stuðlað að meiri félagslegum og pólitískum stöðugleika á svæðinu.

Á miðvikudaginn mun Stefan Fuele, sem sér um umræður um stækkun ESB, flytja ræðu í Tírana um þróun Albanía á sviði spillingar, skipulagðar glæpastarfsemi og lagaþróun sem hann telur nægja til að hefja aðildarumsókn. Erindrekar segja að 28 meðlimir sambandsins væru líklegir til að samþykkja umsókn Albaníu á fundi síðar í mánuðinum. Albanía er nú þegar hluti af NATO.

Evrópusambandið hafði ætlað að kynna aðildarumsókn Albaníu í október en því var seinkað þegar nokkur lönd báðu um meiri þróun á lagaumhverfi landsins. Ákvörðunin um að veita Albaníu aðild verður þrautraun fyrir Evrópusambandið en bæði þeir sem styðja og totryggja ESB eru óvissir um það hvort sambandið geti tekið við fleiri aðildaríkjum í ljósi efnahagskreppunnar á svæðinu.

Talið er að Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar séu núna opnari fyrir aðild Albaníu en áður. Hins vegar gæti aðildaferli Albaníu verið langt og erfitt, en ekki er búist við nýjum aðildaríkjum að ESB fyrr en eftir árið 2021.