Oli Rehn framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði í dag að endurskipulagning skulda Grikklands kæmi ekki til greina.

Olli Rehn
Olli Rehn
© AFP (AFP)
Koma orð Rehn í framhaldi af frétt Der Spiegel um að fjáramálaráðherrar aðildarríkja ESB hefðu átt fund í gegnum síma í síðustu viku.  Þar hafi sumir þeirra sagt við Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra Evrópu að þeir efuðust að Grikkalnd gæti ráðið við skuldir sínar og lögðu til að fram færi endurskipulagning á skuldum landsins.

Trichet útilokað þennan mögulega og vildi ekki ræða hann frekar að sögn Der Spiegel.

Með endurskipulagingu skulda er átt við að kröfuhafar gefi hluta af kröfum sínum eftir.  Yrði það gert myndi fjármagnskostnaður Grikklands hækka verulega þar sem færri myndu treysta landinu sem skuldara.

Jean-Claude Trichet
Jean-Claude Trichet
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Að sögn Der Spiegel sagðist Trichet óttast að endurskipulagning skulda Grikklands myndi skaða trúverðugleika evrunnar mikið og myndi valda þeim bönkum sem eiga grísk skuldabréf miklum skaða.