Ráðamenn Evrópusambandsríkja hafa ákveðið að varanleg framkvæmdaáætlun til að bregðast við fjármálakrísum muni taka við af björgunarsjóði sambandsins. Sjóðurinn verður einungis starfræktur til ársins 2013.

Síðasti leitogafundur ESB á þessu ári stendur nú yfir í Brussel. Í frétt Wall Street Journal um málið segir að samkomulag hafi náðst um að koma þeim evruríkjum sem í skuldavanda eru til bjargar. Hins vegar hafi leiðtogar ekki verið sammála um hvort frekari aðgerða sé þörf á til að leysa úr skuldavanda ríkjanna. Segir að óeining um hvort svo þurfi fari dýpkandi.