Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) varaði fyrr í dag við hugmyndum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að stjórnvöld réðust í breytingar á virðisaukaskatti á olíu í því augnamiði að stemma stigu við verðhækkunum á heimsmarkaði með olíu.

Slíkar aðgerðir myndu senda röng skilaboð til olíuframleiðsluríkja, sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar.

Í útvarpsviðtali í gærmorgun sagði Sarkozy: „Ég vil spyrja samstarfsfélaga mína í ESB: Ef olíuverð heldur áfram að hækka, ættum við þá ekki að fella tímabundið niður virðisaukaskatt á olíu."