Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2014 til náms og þjálfunar og nema styrkirnir 337 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís.

Styrkirnir munu gefa 780 Íslendingum tækifæri til að taka hluta af námi eða starfsþjálfun erlendis á næstunni. Íslenskir skólar og fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í menntaáætlunum Evrópusambandsins frá árinu 1994, en nú var í fyrsta skipti úthlutað úr nýrri áætlun sem ber heitið Erasmus+.

Hæstum styrkjum var úthlutað til Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskólans og Tækniskólans.