*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Erlent 29. maí 2018 13:05

ESB vill banna einnota plastafurðir

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram tillögu sem myndi gera einnota plastafurðir ólöglegar.

Ritstjórn
Einnota plastafurðir hafa valdið umhverfisspjöllum víða
Aðsend mynd

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að banna einnota plastafurðir.
Samtals vill framkvæmdastjórnin banna 10 gerðir af einnota plastafurðum og eru hnífapör, rör, diskar, hrærur og eyrnapinnar á meðal þessara hluta.

Drög af þessum reglum voru birtar í gær, en til þess að þessi tillaga verði að endanlegum lögum þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið að samþykkja hana. Ef þessi tillaga verður samþykkt er gert ráð fyrir því að það gætu liðið 3 eða 4 ár áður en hún verður að endanlegum lögum.

Samkvæmt umfjöllun CNN telur framkvæmdastjórnin þetta vera nauðsynlegar aðgerðir fyrir umhverfið, þar sem plast hefur ollið umhverfisspjöllum víða. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir því að ef þessar reglur verði að veruleika árið 2030 muni þær kosta fyrirtæki samtals rúmlega 3 milljarða evra á ári. Aftur á móti myndu þessar aðgerðir spara neytendum 6,5 milljarða evra á ári, búa til 30.000 störf og koma í veg fyrir 22. milljarða evra kostnað vegna umhverfisspjalla og hreinsikostnaðar vegna slíkra spjalla.

Þessi tillaga hefur ekki hlotið góðan hljómgrunn innan plast iðnaðarins og hafa samtök evrópskra plastframleiðanda haldið því fram að lausnin felist ekki í því að banna plastafurðir. Samtökin halda því einnig fram að þær vörur sem kæmu í staðin væru ekki endilega umhverfisvænni.

Stikkorð: ESB Plast Bann