Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefur ákveðið að bjóða til sölu tæpar 24 milljónir hluta í Nýherja hf. en það samsvarar 5.8% útgefinna hluta í félaginu. Umsjón með sölu hlutanna er í höndum verðbréfamiðlunar MP banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Verð hvers hlutar í Nýherja er 10,35 krónur og heildarverðmæti hlutanna sem ESÍ býður til sölu er því rúmlega 245 milljóna króna virði. Eitt af skilyrðum útboðsins er að tilboðsgjafar þurfa að bjóða að lágmarki í 500.000 hluti að nafnverði.

Nýherji skilaði 41 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en stjórnendur félagsins hafa gefið það út að þeir vilji auka eiginfjárhlutfall félagsins verulega.