„Við erum að miða við að ferja árlega 150 þúsund manns upp á topp á hverju ári. Sem er held ég hófleg eða varkár áætlun,“ segir Arnþór Þórðarson, verkfræðingur og rekstrarhagfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar. Stofan er einn stofnenda félagsins Esjuferja ehf. sem stofnað var fyrir skömmu utan um hugmynd um að koma upp svokölluðum kláf til að ferja fólk upp á topp Esjunnar og gegnir Arnþór þar starfi framkvæmdastjóri.

Ræða við fjárfesta
Arnþór segir verkefnið lifa góðu lífi en um þessar mundir eru í gangi viðræður við fjárfesta auk samskipta við ýmsar opinberar stofnanir sem koma að nauðsynlegum leyfisveitingum og skyldum málum. Leyfismálin eru þó komin í ákveðinn farveg „Það er sannarlega hindrun og við erum ekki komnir með framkvæmdaleyfi. En við erum búnir að kynna verkefnið og fá umsögn hjá þremurundirstofnunum Reykjavíkurborgar. Borgarráð er búið að afgreiða þetta mál.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .