Afþreyingafyrirtækið Disney á nýliðnum ársfjórðungi nam um 1,2 milljörðum dollara eða um 154 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður á hlut nam 68 sentum. Afkoma fyrirtækisins var á pari við væntingar greinenda en yfirleitt er afkoma Disney betri en greinendur búast við.

Tekjur jukust lítillega eða um 3% í 10,8 milljarða dollara.

Eins og oft áður skiluðu tekjur af sjónvarpsstöðum Disney, ESPN og Disney Channel, miklum tekjum og jukust þær um 9% í 1,4 milljarða dollara.

Í uppgjörinu kemur fram að kvikmynda-armur Disney skilaði eins 80 milljónum dollara sem er 32% minna en árið áður. Þrátt fyrir velgengni myndarinnar ,,The Avengers" í bíóhúsum víðsvegar um heiminn.

Gengi hlutabréfa Disney lækkuðu um 6,2%, sem er mesta lækkun á einum degi hjá Disney í 15 ár. George Lucas er líklega ekki kátur yfir þessari lækkun en hann á nú um 2% hlut í Disney. Hann seldi fyrirtækið sitt, Lucasfilm, til Disney í síðustu viku og fékk helminginn af sölunni í formi hlutabréfa í Disney, sem voru um 2 milljarða virði.