Alþjóðlega tískufatakeðjan Esprit opnar verslun í Smáralind þann 8. ágúst næstkomandi, en það er í fyrsta sinn sem keðjan opnar verslun undir eigin nafni hér á landi. Nýja verslunin verður í um 250 fermetra rými þar sem verðin verða takt við Esprit verslanir í Skandinavíu, að því er segir í tilkynningu.

Esprit hefur verið starfsrækt frá árinu 1968 og á uppruna sinn að rekja til San Francisco. Árið 2011 hófst mikið umbreytingarferli hjá fyrirtækinu á útliti verslana Esprit, sem kostaði yfir 280 milljónir evra, en því er ætlað er að styrkja vörumerkið enn frekar til framtíðar og mun það ferli standa til ársins 2015.

Í dag eru verslanir Esprit yfir 1000 talsins í yfir 40 löndum en vörur þess eru einnig seldar hjá fleiri en 10 þúsund endursöluaðilum.