Alls mættu 147 einstaklingar til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er um að ræða stjórnmálamenn, embættismenn, lögmenn, endurskoðendur, bankastarfsmenn og aðrir stjórnendur bankanna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fór fyrsta skýrslutakan fram þann 10. mars 2009 og sú síðasta 15. febrúar 2010. Ekki kemur fram hvort viðkomandi einstaklingar hafi fengið boð um að koma eða sjálfir lýst yfir vilja á að gefa skýrslu.

Alls mættu 33 einstaklingur úr stjórnkerfinu í skýrslutöku. Um er að ræða einstaklinga úr Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, hinum ýmsu ráðuneytum og öðrum embættum á vegum hins opinbera.

Rétt er að vekja athygli á því að hér er um að ræða þá einstaklinga sem oftast mættu í skýrslutöku. Flestir af þeim 147 einstaklingum sem gáfu skýrslu gerðu það einu sinni, sumir tvisvar. Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins mætti þó oftast í skýrslutöku eða alls fjórum sinnum. Þá mætti Davíð Oddsson, fyrrv. seðlabankastjóri þrisvar í skýrslutöku.

Frá þeim er greint hér að neðan. Miðað er við starfsheiti þeirra þann 1. október 2008 og hvaða hlutverki þeir gegnu varðandi bankana. Auk þess kemur fram hvenær þeir mættu til skýrslutöku.

Helstu stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins:

  • Davíð Oddsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands og formaður bankastjórnar - 7. ágúst 2009, 12. ágúst 2009 og 4. janúar 2010
  • Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands - 26. maí 2009
  • Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, bankaráðsmaður og varaformaður bankaráðs Seðlabanka Íslands - 13. nóvember 2009
  • Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins - 23. mars 2009, 6. ágúst 2009, 5. október 2009 og 8. febrúar 2010.
  • Ingimundur Friðriksson, bankastjóri Seðlabanka Íslands - 19. mars 2009
  • Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins - 16. sept. 2009 og 21. sept. 2009

Þá mætti einnig í skýrslutöku Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins - 23. október 2009 og 13. nóvember 2009

Frá Fjármálaeftirlitinu :

  • Guðmundur Jónsson, sviðsstjóri lánasviðs Fjármálaeftirlitsins - 10. ágúst 2009 og 9. september 2009
  • Halldóra Elín Ólafsdóttir, sviðsstjóri lífeyris- og verðbréfasjóðasviðs Fjármálaeftirlitsins - 20. október 2009
  • Ingibjörg Stefánsdóttir, umsjónarmaður mannauðsmála Fjármálaeftirlitsins (frá apríl 2009) - 18. ágúst 2009
  • Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, umsjónarmaður mannauðsmála Fjármálaeftirlitsins - 31. ágúst 2009
  • Lárus Finnbogason, stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins - 16. nóvember 2009
  • Rúnar Guðmundsson, sviðstjóri vátryggingasviðs Fjármálaeftirlitsins - 13. maí 2009
  • Sara Sigurðardóttir, sérfræðingur á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins - 20. október 2009
  • Þorsteinn Marinósson, umsjónarmaður rekstrarmála Fjármálaeftirlitsins - 17. ágúst 2009

Frá Seðlabankanum :

  • Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands - 27. júlí 2009
  • Jón Þorvarður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands - 16. júlí 2009
  • Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands - 8. maí 2009
  • S. Sturla Pálsson, settur framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands - 20. júlí 2009
  • Silvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands - 22. október 2009
  • Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands - 10. mars 2009
  • Þórarinn Gunnar Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands - 4. ágúst 2009

Einstaklingar úr ráðuneytum:

  • Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins og staðgengill ráðuneytisstjóra, einnig formaður stjórnar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta - 17. mars 2009
  • Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins  - 25. mars 2009 og 3. febrúar 2010
  • Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins - 5. mars 2009
  • Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins - 4. maí 2009
  • Jónína Sigrún Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins - 31. mars 2009
  • Sturla Sigurjónsson, sendiherra og ráðgjafi um utanríkismál hjá forsætisráðuneytinu - 17. september 2009
  • Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í London - 4. maí 2009
  • Þóra Hjaltested, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu - 5. nóvember 2009

Aðrir embættismenn:

  • Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri - 5. nóvember 2009
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins og fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins - 25. september 2009
  • Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN (áður formaður einkavæðingarnefndar) - 12. október 2009