Alls mættu 147 einstaklingar til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er um að ræða stjórnmálamenn, embættismenn, lögmenn, endurskoðendur, bankastarfsmenn og aðrir stjórnendur bankanna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fór fyrsta skýrslutakan fram þann 10. mars 2009 og sú síðasta 15. febrúar 2010. Ekki kemur fram hvort viðkomandi einstaklingar hafi fengið boð um að koma eða sjálfir lýst yfir vilja á að gefa skýrslu.

Áður en lengra er haldið er rétt að minnast hér á skýrslutöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem í skýrslunni er titlaður athafnamaður og fjárfestir. Hann mætti til skýrslutöku þann 18. ágúst 2009 og samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins óskaði hann sjálfur eftir fundi með nefndinni.  Eins og gefur að skilja hefur Jón Ásgeir komið víða við í íslensku viðskiptalífi síðustu ár og því erfitt að staðsetja hann nákvæmlega  undir þá flokka sem fjallað er um hér. Hann var þó, í gegnum félög sín, einn eigenda að Glitni þó hann hafi ekki setið í stjórn Glitnis.

Alls mættu 67 einstaklingur úr bankakerfinu í skýrslutöku. Ef einstaklingarnir eru flokkaðir niður eftir bönkum mættu flestir frá Landsbankanum eða 26 einstaklingar. Þá mættu 18 manns frá Kaupþing, 17 frá Glitni, 2 frá Icebank, 1 frá Spron og loks 3 aðrir einstaklingar sem höfðu einhver tengsl við bankakerfið fyrr eða síðar.

Oftast mætti í yfirheyrslu Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans eða þrisvar sinnu. Flestir aðrir mættu einu sinni og sumir tvisvar.

Frá þeim er greint hér að neðan. Miðað er við starfsheiti þeirra þann 1. október 2008 og hvaða hlutverki þeir gegnu varðandi bankana. Auk þess kemur fram hvenær þeir mættu til skýrslutöku.

Af fyrrnefndum 67 einstaklingum eru 12 sem teljast ýmist til stjórnarmanna, forstjóra eða bankastjóra (þá er ekki horft til starfsemi erlendis).

Bankastjórarnir eða forstjórarnir eru:

  • Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans/Icebank - 9. október 2009
  • Guðmundur Örn Hauksson, forstjóri SPRON - 23. október 2009
  • Halldór Jón Kristjánsson, forstjóri Landsbankans - 12. maí 2009
  • Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, ásamt lögmanni sínum Herði Felix Harðasyni - 21. júlí 2009
  • Lárus Welding, forstjóri Glitnis (ásamt lögmanni sínum Herði Felix Harðarsyni) - 24. mars 2009
  • Sigurjón Þorvaldur Árnason, forstjóri Landsbankans - 19. ágúst 2009, 27. ágúst 2009 og 2. september 2009

Aðrir stjórnarmenn úr bönkum eða fjármálafyrirtækjum:

  • Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans - 8. janúar 2010
  • Geirmundur Kristinsson, stjórnarformaður Sparisjóðabankans/Icebank - 6. október 2009
  • Gunnar Páll Pálsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs verslunarmanna og stjórnarmaður í Kaupþingi - 22. september 2009
  • Kjartan Gunnarsson,  varaformaður bankaráðs Landsbankans (ásamt lögmanni sínum Huldu Árnadóttur) - 27. janúar 2010
  • Sigurður Einarsson (ásamt lögmanni sínum Gesti Jónssyni), stjórnarformaður Kaupþings  - 8. júlí 2009 og 14. júlí 2009
  • Vilhelm Már Þorsteinsson (ásamt lögmanni sínum Garðari Gíslasyni), framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis og formaður bankaráðs Glitnis - 9. júlí 2009
  • Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis - 27. maí 2009

Frá Glitni, aðrir en stjórnarmenn og forstjórar, mættu í skýrslutöku:

  • Agla Elísabet Hendriksdóttir, framkvæmdastjóri Glitnis sjóða - 28. september 2009
  • Arnar Þór Jónsson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi regluvörður Glitnis - 19. júní 2009
  • Ágúst Hrafnkelsson, forstöðumaður innri endurskoðunar Glitnis - 7. september 2009
  • Elfar Rúnarsson, mannauðsstjóri fjárfestinga- og alþjóðasviðs Glitnis - 28. október 2009
  • Elmar Svavarsson, verðbréfamiðlari á markaðsviðskiptasviði Glitnis - 15. október 2009
  • Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri viðskiptabanka- og rekstrarsviðs - Glitnis 28. október 2009
  • Halldór Halldórsson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis - 21. október 2009
  • Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Glitnis - 14. desember 2009
  • Ingvar Örn Sighvatsson, sérfræðingur á lögfræðisviði Glitnis - 13. júlí 2009
  • Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði Glitnis - 16. október 2009
  • Jón Guðni Ómarsson, forstöðumaður fjárstýringar Glitnis - 16. júlí 2009
  • Kristinn Arnar Stefánsson, forstöðumaður regluvörslu Glitnis - 10. september 2009
  • Sverrir Þorvaldsson, forstöðumaður áhættustýringar Glitnis - 5. janúar 2010
  • Þórdís Geirsdóttir, sérfræðingur hjá Glitnis sjóðum - 23. september 2009

Frá Kaupþing, aðrir en stjórnarmenn og forstjórar, mættu í skýrslutöku:

  • Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, London - 7. júlí 2009
  • Birnir Sær Björnsson, sérfræðingur í deild eigin viðskipta Kaupþings - 8. október 2009
  • Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings - 4. september 2009
  • Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður hlutabréfamiðlunar á sviði markaðsviðskipta Kaupþings - 7. október 2009
  • Guðmundur Þór Gunnarsson Viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings 22. október 2009
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings - 4. september 2009
  • Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kaupþings - 26. október 2009
  • Halldór Bjarkar Lúðvígsson, viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings - 6. október 2009
  • Lilja Steinþórsdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar Kaupþings - 7. september 2009
  • Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings - 10. september 2009
  • Rúna Malmquist, sjóðstjóri innlendra skuldabréfa hjá rekstrarfélagi Kaupþings - 21. október 2009
  • Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings - 20. október 2009
  • Stefán Ákason, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar á sviði markaðsviðskipta Kaupþings - 1. október 2009
  • Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings - 22. janúar 2010 og 7. febrúar 2010
  • Þorgerður Arna Einarsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings - 21. október 2009

Frá Landsbankanum, aðrir en stjórnarmenn og forstjórar, mættu í skýrslutöku:

  • Arinbjörn Ólafsson, sérfræðingur gjaldeyrismiðlunar á verðbréfasviði Landsbankans - 5. október 2009
  • Arnar Arnarsson, sérfræðingur í verðbréfamiðlun á verðbréfasviði Landsbankans - 24. september 2009
  • Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans - 30. september 2009
  • Árni Maríasson, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta á fyrirtækjasviði Landsbankans - 20. október 2009
  • Einar Þór Harðarson, forstöðumaður útlánaáhættu á lögfræðisviði Landsbankans - 7. janúar 2010
  • Guðrún Una Valsdóttir, sérfræðingur/sjóðstjóri hjá Landsvaka - 23. september 2009
  • Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg - 15. febrúar 2010
  • Hannes Júlíus Hafstein, deildarstjóri fjárfestingabanka á lögfræðisviði Landsbankans - 24. ágúst 2009
  • Herbert Viðar Baldursson, sérfræðingur á rekstrarsviði Landsbankans - 9. nóvember 2009
  • Ingunn Sigurrós Bragadóttir, sérfræðingur/sjóðstjóri hjá Landsvaka - 23. október 2009
  • Ívar Guðjónsson, forstöðumaður deildar eigin fjárfestinga á verðbréfasviði Landsbankans - 15. október 2009
  • Jón Þorsteinn Oddleifsson, forstöðumaður fjárstýringar á verðbréfasviði Landsbankans - 20. ágúst 2009
  • Júlíus Steinar Heiðarsson, sérfræðingur í deild eigin fjárfestinga á verðbréfasviði Landsbankans - 14. október 2009
  • Kristján Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður skattaráðgjafar Landsbankans - 28. september 2009
  • Ólafur Magnús Magnússon, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta á fyrirtækjasviði Landsbankans - 22. október 2009
  • Sigurður Óli Hákonarson, framkvæmdastjóri Landsvaka - 8. október 2009
  • Sigurjón Guðbjörn Geirsson, innri endurskoðun Landsbankans - 7. september 2009
  • Snæbjörn Sigurðsson, sérfræðingur í fjárstýringu, Landsbankinn í Lúxemborg - 14. september 2009
  • Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar á verðbréfasviði Landsbankans - 19. október 2009
  • Tryggvi Tryggvason, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasviðs Landsbanka Íslands - 7. október 2009
  • Þórður Örlygsson, forstöðumaður regluvörslu á lögfræðisviði Landsbankans - 24. ágúst 2009 og 1. október 2009
  • Þórir Örn Ingólfsson, forstöðumaður áhættustýringar á alþjóðasviði Landsbankans - 6. nóvember 2009 og 30. desember 2009

Aðrir sem störfuðu utan stóru viðskiptabankanna:

  • Jón Gunnar Jónsson, fjárfestingabankadeild, Merill Lynch - 2. október 2009
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafélaga og fyrrverandi starfsmaður Skandinaviska Enskilda Banken - 4. janúar 2010
  • Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Mastercard-Kreditkorta hf. - 22. apríl 2009