Alls mættu 147 einstaklingar til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er um að ræða stjórnmálamenn, embættismenn, lögmenn, endurskoðendur, bankastarfsmenn og aðrir stjórnendur bankanna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fór fyrsta skýrslutakan fram þann 10. mars 2009 og sú síðasta 15. febrúar 2010. Ekki kemur fram hvort viðkomandi einstaklingar hafi fengið boð um að koma eða sjálfir lýst yfir vilja á að gefa skýrslu.

Alls mættu 5 einstaklingar sem telja má til lögmanna. Frá þeim er greint hér að neðan. Miðað er við starfsheiti þeirra þann 1. október 2008 og fram kemur hvenær þeir mættu til skýrslutöku. Nánari starfslýsingar þeirra má einnig sjá að neðan.

Umræddir lögmenn eru:

  • Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður - 27. maí 2009
  • Guðmundur Ingvi Sigurðsson, héraðsdómslögmaður - 29. apríl 2009
  • Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Glitnis - 27. maí 2009
  • Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi hjá Fjármálaeftirlitinu - 8. maí 2009
  • Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta - 29. apríl 2009

Þá má við þetta bæta að þeir Gestur og Hörður Felix voru lögmenn fjölmargra umbjóðenda og mættu með þeim í skýrslutöku.