Alls mættu 147 einstaklingar til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er um að ræða stjórnmálamenn, embættismenn, lögmenn, endurskoðendur, bankastarfsmenn og aðrir stjórnendur bankanna.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fór fyrsta skýrslutakan fram þann 10. mars 2009 og sú síðasta 15. febrúar 2010. Ekki kemur fram hvort viðkomandi einstaklingar hafi fengið boð um að koma eða sjálfir lýst yfir vilja á að gefa skýrslu.

Alls mættu 14 manns sem telja má til stjórnmálamanna. Frá þeim er greint hér að neðan. Miðað er við starfsheiti þeirra þann 1. október 2008 og fram kemur hvenær þeir mættu til skýrslutöku.

Umræddir stjórnmálamenn eru:

  • Árni Mathiesen, fjármálaráðherra - 20. maí 2009
  • Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra - 19. maí 2009
  • Geir H. Haarde, forsætisráðherra 2. júlí 2009 og 3. júlí 2009
  • Guðni Ágústsson, alþingismaður - 21. september 2009
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra - 17. júlí 2009
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra ásamt Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins - 6. janúar 2010
  • Jón Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og fyrrverandi viðskiptaráðherra - 3. febrúar 2010
  • Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra - 6. maí 2009 og 5. nóvember 2009
  • Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður - 23. september 2009
  • Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður - 15. september 2009
  • Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður - 16. október 2009
  • Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Íslands - 30. mars 2009
  • Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra - 15. október 2009
  • Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra - 26. maí 2009