Sem kunnugt er fóru stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík fram á það fyrir helgi að  Fjármálaeftirlitið (FME) tæki yfir starfsemi sparisjóðanna í kjölfar þess að samningaviðræðum við kröfuhafa þeirra lauk án árangurs.

Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda sparisjóðanna kemur fram að innlán Byrs - sparisjóðs og eignir hafa verið fluttar til nýs viðskiptabanka, Byrs hf. og innlán Sparisjóðsins í Keflavík og eignir hafa verið fluttar til nýs sparisjóðs, Spkef sparisjóðs. Bæði fjármálafyrirtækin hafa verið stofnuð og eru að fullu í eigu ríkisins.

Fjármálaeftirlitið hefur skipað bæði Byr - sparisjóði og Sparisjóðnum í Keflavík bráðabirgðastjórn.

Í bráðabirgðastjórn Byrs - sparisjóðs eru:

  • Eva Bryndís Helgadóttir, hrl., formaður
  • Ágúst Kristinsson, löggiltur endurskoðandi
  • Árni Ármann Árnason, hrl.

Í bráðabirgðastjórn Sparisjóðsins í Keflavík eru:

  • Soffía Eydís Björgvinsdóttir,hdl., formaður
  • Auður Ósk Þórisdóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Elvar Örn Unnsteinsson, hrl.