Olíufélagið, ESSO hefur ákveðið lækkun á bensíni kr. 1,50 á lítra frá 1. september. Þessi lækkun endurspeglar þróun heimsmarkaðsverðs á bensíni. Aðrar tegundir breytast ekki að sinni þrátt fyrir hækkun meðalheimsmarkaðsverðs milli mánuða. Í frétt frá Esso kemur fram að sú ákvörðun byggir á lækkun heimsmarkaðsverðs undanfarinna daga og þeirri trú, að sú lækkun sé varanleg.

Olíufélagið, ESSO veitir viðskiptavinum sínum sjálfsafgreiðsluafslátt á þjónustustöðvum sínum og að auki fá Safnkortshafar 1 kr. á hvern eldsneytislítra í formi punkta inn á Safnkort sín.