Fish Spa Iceland opnaði í vikunni á Hverfisgötu í Reykjavík en þar gefst viðskiptavinum kostur á því að láta sérstaka fiska, Garra Rufa fiska, sleikja dauða húð af fótum. Tilgangurinn með því er sagður sá að gera lappirnar mýkri, sléttari og fallegri.

Hallgrímur Andri Ingvarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Fish Spa, segist í samtali við Við- skiptablaðið hafa fulla trú á því að Íslendingar taki vel í þessa nýbreytni en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka þjónustu hér á landi. Þá gerir Hallgrímur Andri einnig ráð fyrir því að erlendir ferðamenn sýni þessu áhuga enda sé þessi aðferð vel þekkt erlendis.

Garra Rufa fiskarnir hafa engar tennur og bíta því ekki. Í raun sleikja þeir dauða húð af löppunum og framkalla örnudd. Tungan þeirra er gróf.