*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Umhverfismál 23. febrúar 2008 11:57

Etanólrisi sefur úti fyrir ströndum Flórída

Ritstjórn

Fidel Castro mun vera illa við etanól, enda veit hann að framleiðsla þess hækkar matvælaverð, sem getur komið illa niður á fátækum. Raul Castro, yngri bróðir byltingarhetjunnar sem nú sest í valdastól á Kúbu, kvað hins vegar vera á öðru máli, eftir því sem fram kemur í frétt Wired.com.

Þetta skiptir máli vegna þess að á Kúbu er framleitt afar mikið af sykri, og ef um stefnubreytingu verður að ræða gæti eyjan orðið mikilvægur framleiðandi etanóls. Samkvæmt skýrslu sem unnin var af Association for the Study of the Cuban Economy gæti Kúba framleitt allt að 12 milljarða lítra af etanóli á ári.

Sjá nánar um etanólframleiðslumöguleika Kúbu í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.