Stjórnvöld í Eþíópíu flagga um þessar mundir alþjóðlegum lánshæfiseinkunum. Þetta er fyrsta skiptið sem landið fer í gegnum lánshæfismat og flaggar einkunn frá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Moody's gaf Eþíópíu í dag einkunnin B1 sem er einu þrepi fyrir ofan B-einkunnir Standard & Poor's (S&P) og Fitch.

Í umfjöllunin um matið í breska dagblaðinu Financial Times er rifjað upp þegar landið glímdi við hungursneyð snemma á níunda áratug síðustu aldar. Öðru máli gegni nú en þá. Á síðustu tíu árum hafi meðalhagvöxtur verið um 10% á ári og mörg fyrirtæki hafið rekstur þar. Þá er haft eftir sérfræðingum að stjórnvöld ættu fremur að nota einkunnir matsfyrirtækja til að laða að erlenda fjárfestingu en að lána erlend lán.

Þá er bent á það í umfjöllun Financial Times að skuldir Afríkuríkja hafi aukist mikið upp á síðkastið. Meira að segja er svo djúpt í árina tekið að lánaæði hafi gripið um sig í Afríku í fyrra. Þetta hafi leitt til þess að S&P hafi endurskoðað horfur Nígeríu, Mósambík og Úganda og telji þær nú neikvæðar.