Erum við að horfa á ellefta september kapítalismans? spurði franski hagfræðingurinn Henri Lepage í upphafi máls síns í gær en hann hélt í gær erindi á opnum fundi RSE og Félagsvísindastofnunar HÍ.

Lepage sagði að vissulega væru þrengingar á fjármálamörkuðum en þær þrengingar mætti fyrst og fremst rekja til slæmra ákvarðana stjórnmálamanna auk mikilla reglugerða og afskipta hins opinbera.

„Þetta er hvorki frelsinu né kapítalismanum að kenna,“ sagði Lepage sem fyrir þrjátíu árum gaf út bókina Demain, le capitalisme (Á morgun, kapítalismi) en þar heldur Lepage uppi málsvörn fyrir efnahagslegt frelsi og gagnrýnir sósíalismann.

Hann sagði að núverandi krísu mætti rekja til stjórnvaldsákvarðana sem hefðu gert það að verkum að hinn frjálsi markaður fær ekki að starfa eðlilega.

______________________________________

Nánar er fjallað um  erindi Lepage í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .