Aðgerðir íslenskra yfirvalda frá því í gær eru líklega með þeim afdrífaríkustu sem um getur í íslensku viðskiptalífi eins og fjallað hefur verið um í Viðskiptablaðinu í dag.

Á Alþingi í gærkvöldi var dauft hljóðið í þingmönnum allra flokka.

Einn þingmaður sagði að bankarnir hefðu farið offari og skuldsett sig of mikið. Hann sagði þó að ekki væri tími núna til að finna sökudólga heldur þyrfti að „slökkva eldinn.“

„Við þurfum slökkvilið og björgunarsveit,“ sagði þingmaðurinn. „Okkur gefst færi á því síðar að rannsaka hvað fór úrskeiðis.“

Annar þingmaður lýstu aðgerðunum sem „ömurlegum en nauðsynlegum“ í samtali við blaðamann.

„Þetta var ekki það sem við vildum gera en við gátum ekkert annað,“ sagði hann daufur bragði.

Enn annar þingmaður sagði að ríkisstjórnin hefði átt að bregðast við fyrir löngu. Við þessu hefði verið varað en ekki hlustað.

„Svona fer þegar menn hlusta ekki,“ sagði hann við blaðamann.