Eurelectric, Evrópusamtök rafiðnaðarins, telja að áform ESB um stóraukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa muni að óbreyttu draga úr samkeppnishæfni atvinnulífs innan ESB.

Samtökin telja mikilvægt að opna betur fyrir viðskipti með svokölluð græn vottorð um endurnýjanlega orku. Helst myndu samtökin vilja að raforkuframleiðendur og seljendur í ríkjum eins og Íslandi hefðu mun greiðari aðgang að þeim markaði. Ljóst er að íslensk fyrirtæki gætu hagnast á slíkri breytingu.