Kaupþing hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi af alþjóðlega viðskiptatímaritinu Euromoney. Viðurkenningin var afhent fulltrúum bankans nýverið við hátíðlega athöfn í Lundúnum.

Í umsögn dómnefndar Euromoney segir meðal annars að Kaupþing sé stærstur íslensku bankanna og best búinn til að mæta þeim erfiðleikum sem nú herja á bankagreirann. Þá hafi bankinn tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti við kaupin á hollenska bankanum NIBC og jafnframt hafi Kaupþing brugðist hárrétt við athugasemdum greiningaraðila þegar bankinn jók lágmarkslausafjárstöðu sína úr 180 dögum í 360 daga.

,,Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningar sem þessar. Sérfræðingar Euromoney fylgjast gaumgæflega með bankageiranum á Íslandi og því metum við þetta mikils," segir Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri hjá Kaupþing banka.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupþing.