Evrópska kauphöllin Euronext hefur keypt 51% hlut í SecFinex, sem er rafræn kauphöll (e. electronic securities lending platform), segir í frétt Dow Jones.

Kaupverðið var ekki gefið upp. Stærstu hluthafar SecFinex eru Societe Generale Corporate & Invesment Banking og Fortis NV.

Gengið verður frá kaupunum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Kauphöllin í New York (NYSE) hefur lagt fram yfirtöku boð í Euronext, en tilboðinu hefur verið mætt með mótstöðu evrópskra yfirvalda og hagsmunaaðila.