Talsmenn Euronext segja að lokið verði við mat á yfirtökuboði kuphallarinnar í New York (NYSE) í byrjun desember og að niðurstöðu sé að vænta um það leyti. Fyrr í þessum mánuði dró þýska kauphöllin Deutsche Börse tilboð sitt í Euronext til baka, en Deutsche sagði að of hár kostnaður og fálegar viðtökur stjórnar Euronext væru ástæður þess. Samþykki stjórn Euronext tilboðið á þó enn eftir að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og hluthafa Euronext.